Verkáætlun

Verkinu er skipt upp í tólf áfanga.  Hver áfangi inniheldur misjafnlega mörg heimili allt frá þrettán í sextíu og þrjú. Vinna við þá tekur því mislangan tíma.  Til dæmis inniheldur áfangi fimm, sem var kominn í jörð þann 13. október 2016, um þrjátíu og fimm kílómetra af rörum.

einlinumynda1v1_4_8_2016_gdMyndin hér að ofan segir til um áfangaskiptingu verksins.  Myndin er afar einfölduð mynd af kerfinu en gefur þó yfirsýn yfir það hvernig áfangarnir liggja gagnvart hver öðrum.  Verktakinn okkar ákveður uppröðun áfanga.  Miðað við óbreytta áætlun verður röðin eftirfarandi: 5, 1, 4, 3, 2, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og að endingu 12.  Þó með þeim fyrirvara að ytri orsakir valdi ekki breytingum.  Þau sem óskað hafa verið eftir ljósleiðara til sín geta þar með gert sér í hugalund hvenær vænta má að röðin komi að þeim.

Útlit er fyrir að samhliða lagningu á ljósleiðaranum verði töluvert af vatnslögnum og rafstrengjum sett í jörð. Það er sérstakt fagnaðarefni að framkvæmdin nýtist til slíkra verka. Forsvarsmenn RARIK, vatnsveitunnar og ljósleiðaraverkefnisins hafa borið saman bækur sínar og lagt á ráðin um það hvernig jarðvinnan nýtist sem best.  Slík samvinna kann að valda því að tilteknar lagnaleiðir hnikast til og jafnvel röð áfanga. Það kemur þó betur í ljós á síðari stigum.

Markmiðið er að hverjum áfanga ljúki að fullu og viðkomandi notendur geti í framhaldi pantað sér fjarskiptaþjónustu frá þjónustufyrirtækjum. Pöntunarferlið verður útskýrt síðar, þegar nær dregur hér á síðunni.