Ísland ljóstengt

Á fundi sveitarstjórnar þann 21 mars 2016 var ákveðið að sækja um styrk til verkefnisins „Ísland ljóstengt“ á vegum Innanríkisráðuneytisins til tengingar allra heimila í dreifbýli sveitarfélagsins. Styrkumsóknin var á formi e.k. tilboðs í þá fjármuni sem úthlutaðir höfðu verið Suðurlandi. Eftir opnun tilboða í umræddan fjármuni var niðurstaðan sú að Rangárþingi ytra stóð til boða styrkur að upphæð 118 m. en alls voru 145 m. í pottinum fyrir Suðurland. Það voru síðan Innanríkisráðherra, full­trú­ar fjar­skipta­sjóðs og 14 sveit­ar­fé­laga sem skrifuðu þann 20. apríl 2016 und­ir samn­inga um styrki til upp­bygg­ar ljós­leiðara. Alls var úthlutað 450 m. Hæsta styrkinn hlaut Rangárþing ytra eða 118 m króna. Þessi niðurstaða gaf ljósleiðaravæðingu í Rangárþingi ytra sannarlega byr undir báða vængi.