Frumhönnun

Í ljósi mikillar þýðingar bættra fjarskipta innan Rangárþings ytra var ákveðið að ráðast í ljósleiðaralagningu um dreifbýli sveitarfélagsins. Í kjölfar hugmyndavinnu í lok árs 2014 var málið tekið formlega fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 16. janúar 2015 þar sem samþykkt var samhljóða að ganga til samninga við Guðmund Daníelsson um frumhönnun og kostnaðarmat vegna ljóðsleiðaravæðingar í Rangárþingi ytra.Niðurstaða þeirrar vinnu var síðan kynnt sveitarstjórn þann 15. apríl 2015 og í kjölfarið samgöngu- og fjarskiptanefnd sveitarfélagsins. Í ljósi fyrirsjánlegra mikilla jarðvinnuframkvæmda í sveitarfélaginu sumarið 2015 var ákveðið að nýta strax öll tækifæri sem gáfust til að leggja ídráttarrör fyrir ljósleiðara með slíkum framkvæmdum. Á fundi sveitarstjórnar 10. júní 2015 var síðan ákveðið að auglýsa fomlega eftir hvort einhverjir hyggðust fara í fjárfestingar í ljósleiðara á næstu þremur árum í Rangárþingi ytra. Sú auglýsing var síðan birt í m.a. Morgunblaðinu þann 12 júní 2015. Engin viðbrögð voru við auglýsingunni.

gudmdan

Guðmundur Daníelsson