Færslusafn fyrir flokkinn: Ýmsar fréttir

Tilboð opnuð

Tilboð í lagningu ljósðleiðarans voru opnuð þann 19. ágúst sl. á skrifstofu Verkís á Selfossi að viðstöddum fulltrúum sveitarfélagsins og fulltrúm tilboðsgjafa.  Eftirfarandi tilboð bárust í verkið “ Ljósleiðari Rangárþingi ytra“:
· Grafan ehf. 471.449.995 kr.
· Þjótandi ehf. 306.000.000 kr.
· IJ Landstak ehf. 586.578.100 kr.
· IJ Landstak ehf. frávikstilboð 429.567.600 kr.
· Gámaþjónusta Vestfjarða 425.708.240 kr.

Kostnaðaráætlun var 263.995.000 kr. og er lægsta tilboð því 16% yfir áætlun.

Þá liggja endanleg tilboð frá efnisbirgjum einnig fyrir. Niðurstaða verðtilboða frá efnisbirgjum eru hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir eða um 19% undir áætlun.

Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 24. ágúst að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda að öllum lögformlegum skilyrðum uppfylltum. Jafnframt því að ganga til samninga um besta tilboð í allt efni til verksins.

Fjarskiptaleyfi

Þann 10. ágúst var sótt um fjarskiptaleyfi fyrir Rangárljós til Póst- og fjarskiptastofnunar. Slíkt leyfi er nauðsynlegt skv. fjarskiptalögum til þess félagið megi sinna fjarskiptastarfsemi. Umsókn Rangárljóss miðast við að sinna rekstri fastlínu fjarskiptanets.

Rangárljós stofnað

Á fundi byggðarráðs 27. júní voru gerðar mikilvægar bókanir vegna ljósleiðaraverkefnisins m.a. um mikilvæga þætti er snúa að ríkisaðstoðarreglum ESB og einnig um að stofna félagið Rangárljós sem er s.k. B-hluta félag alfarið í eigu sveitarfélagsins Rangárþing ytra. Sjá fundargerð byggðarráðs.

Ljósleiðarinn mikilvægastur

Það er einróma álit allra landshlutasamtaka sveitarfélaga að ljósleiðaravæðingin sé mikilvægasta hagsmunamál landsbyggðanna. Í dag var birt áskorun landshlutasamtaka sveitarfélaga á þingheim og yfirvöld um að tryggja fjármuni til verkefnisins „Ísland Ljóstengt“

Íbúafundur

Þann 28. maí 2016 var haldinn opinn íbúafundur um ljósleiðaravæðingu dreifbýlis Rangárþings ytra. Yfirlit Guðmundar Daníelssonar verkefnisstjóra frá íbúafundinum sem haldinn var á Laugalandi er hér.

Styrkur frá Ísland ljóstengt

Innanríkisráðherra, full­trú­ar fjar­skipta­sjóðs og 14 sveit­ar­fé­laga skrifuðu þann 20. apríl 2016 und­ir samn­inga um styrki til upp­bygg­ar ljós­leiðara. Alls var úthlutað 450 m. Hæsta styrkinn hlaut Rangárþing ytra eða 118 m króna. Þessi niðurstaða gefur ljósleiðaravæðingu í Rangárþingi ytra sannarlega byr undir báða vængi.

Frá þessu var greint m.a. hér og á vef Innanríkisráðuneytisins

Auk Ólaf­ar Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra var Arn­björg Sveins­dótt­ir, formaður fjar­skipta­sjóðs, viðstödd und­ir­rit­un­ina ásamt þing­mönn­un­um Har­aldi Benidikts­syni og Páli Jó­hanni Páls­syni sem sátu í starfs­hópi ráðherra um alþjón­ustu í fjar­skipt­um og út­breiðslu há­hraða netteng­inga en Har­ald­ur er formaður hóps­ins.

Inn­an­rík­is­ráðherra sagði við þetta tæki­færi að upp­bygg­ing fjar­skipta­kerfa utan markaðssvæða og þá einkum ljós­leiðara í dreif­býli væri eitt af mark­miðum stjórn­valda sem fram koma í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Und­ir­bún­ing­ur þessa verk­efn­is hefði staðið yfir í nokk­ur miss­eri og nú hæf­ist átakið af krafti. Ljós­leiðara­væðing tryggi íbú­um í dreif­býli netaðgang, styrki þróun byggðanna, efli at­vinnu­líf og geri þau bet­ur í stakk búin til að rækja hlut­verk sitt. Ráðherra sagði ljós­leiðara­teng­ingu hluta af nú­tím­an­um og nauðsyn­legt að lands­menn geti setið við sama borð í þeim efn­um. Með ljós­leiðara væri grunn­kerfi fjar­skipta end­ur­nýjað og þakkaði ráðherra full­trú­um sveit­ar­fé­laga fyr­ir þátt þeirra og áhuga á verk­efn­inu.

Sveit­ar­fé­lög sem fá styrk eru Borg­ar­byggð, Húnaþing vestra, Súðavík­ur­hrepp­ur, Eyja- og Mikla­holts­hrepp­ur, Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður, Blönduós­bær, Húna­vatns­hrepp­ur, Norðurþing, Fljóts­dals­hérað, Sval­b­arðshrepp­ur, Þing­eyj­ar­sveit, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Kjós­ar­hrepp­ur.

Styrkupp­hæðir til hvers og eins sveit­ar­fé­lags eru mjög mis­há­ar, allt frá rúm­um fjór­um millj­ón­um króna og upp í yfir 100 millj­ón­ir og mark­ast af fjölda staða sem tengja á og um­fangi verk­efn­is­ins. Gert er ráð fyr­ir að vinna við teng­ing­arn­ar fari fljót­lega af stað enda hafa sveit­ar­fé­lög­in þegar und­ir­búið verkið að nokkru leyti.

Fram hef­ur komið í sam­skipt­um við sveit­ar­stjóra í tengsl­um við und­ir­bún­ing verks­ins að áfram­hald­andi ljós­leiðara­væðing um land allt hefði já­kvæð áhrif á byggðaþróun og at­vinnu­líf, ýtti und­ir fjölg­un starfa og dragi úr fækk­un fólks í dreif­býli. Þannig væri unnt að auka fjöl­breytni at­vinnu­tæki­færa og styrkja sveit­ar­fé­lög og gera þau bet­ur í stakk búin til að sinna hlut­verki sínu. Einnig kæmi æ skýr­ar í ljós að net­sam­band væri ráðandi þátt­ur í vali um bú­setu og hefði einnig áhrif á verð eigna í dreif­býli.

Við at­höfn­ina sögðu þeir Har­ald­ur og Páll að þessi aðferð að út­hluta fjár­magi eft­ir sam­keppni tryggði að hægt væri að ná stór­um áföng­um og hraða upp­bygg­ing­unni og lýstu þeir ánægju með sam­starfið við fjar­skipta­sjóð og inn­an­rík­is­ráðuneytið. Framund­an væri að ræða reynsl­una af útboðsferl­inu, ræða við sveit­ar­fé­lög og lands­hluta­sam­tök og aug­lýsa næstu áfanga í verk­efn­inu.