Færslusafn fyrir flokkinn: Ýmsar fréttir

Tilboð opnuð

Tilboð í lagningu ljósðleiðarans voru opnuð þann 19. ágúst sl. á skrifstofu Verkís á Selfossi að viðstöddum fulltrúum sveitarfélagsins og fulltrúm tilboðsgjafa.  Eftirfarandi tilboð bárust í verkið “ Ljósleiðari Rangárþingi ytra“:
· Grafan ehf. 471.449.995 kr.
· Þjótandi ehf. 306.000.000 kr.
· IJ Landstak ehf. 586.578.100 kr.
· IJ Landstak ehf. frávikstilboð 429.567.600 kr.
· Gámaþjónusta Vestfjarða 425.708.240 kr.

Kostnaðaráætlun var 263.995.000 kr. og er lægsta tilboð því 16% yfir áætlun.

Þá liggja endanleg tilboð frá efnisbirgjum einnig fyrir. Niðurstaða verðtilboða frá efnisbirgjum eru hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir eða um 19% undir áætlun.

Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 24. ágúst að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda að öllum lögformlegum skilyrðum uppfylltum. Jafnframt því að ganga til samninga um besta tilboð í allt efni til verksins.

Fjarskiptaleyfi

Þann 10. ágúst var sótt um fjarskiptaleyfi fyrir Rangárljós til Póst- og fjarskiptastofnunar. Slíkt leyfi er nauðsynlegt skv. fjarskiptalögum til þess félagið megi sinna fjarskiptastarfsemi. Umsókn Rangárljóss miðast við að sinna rekstri fastlínu fjarskiptanets.

Rangárljós stofnað

Á fundi byggðarráðs 27. júní voru gerðar mikilvægar bókanir vegna ljósleiðaraverkefnisins m.a. um mikilvæga þætti er snúa að ríkisaðstoðarreglum ESB og einnig um að stofna félagið Rangárljós sem er s.k. B-hluta félag alfarið í eigu sveitarfélagsins Rangárþing ytra. Sjá fundargerð byggðarráðs.

Ljósleiðarinn mikilvægastur

Það er einróma álit allra landshlutasamtaka sveitarfélaga að ljósleiðaravæðingin sé mikilvægasta hagsmunamál landsbyggðanna. Í dag var birt áskorun landshlutasamtaka sveitarfélaga á þingheim og yfirvöld um að tryggja fjármuni til verkefnisins „Ísland Ljóstengt“

Íbúafundur

Þann 28. maí 2016 var haldinn opinn íbúafundur um ljósleiðaravæðingu dreifbýlis Rangárþings ytra. Yfirlit Guðmundar Daníelssonar verkefnisstjóra frá íbúafundinum sem haldinn var á Laugalandi er hér.