Verklokaskýrsla

VerklokaskyrslaHér birtist verklokaskýrsla um lagningu ljósleiðara um hinar dreifðu byggðir í Rangárþingi ytra. Skýrslan var kynnt fyrir sveitarstjórn Rangárþings ytra þann 13. desember 2017. Skýrslan inniheldur umfjöllun um forsögu, undirbúning, framkvæmdir og niðurstöðu verkefnisins. Þá er einnig lagt mat á hvort verkefnið hafi uppfyllt áætlanir og væntingar er snúa að kostnaði, gæðum og tíma. Fram kemur í verklokaskýrslunni að tengistaðir urðu alls 413 og kostnaður við verkefnið reyndist vera 348 mkr eða 92% af áætlun. Fyrsta hænufetið í undirbúningi verkefnisins var tekið á gamlársdag 2014 eða fyrir 3 árum síðan. Að mörgu var að hyggja í upphafi, ekki síst hvernig mögulega mætti fjármagna verkefnið en okkar gæfa var fólgin í því að hefja undirbúning snemma þó ekki væru allir hnútar hnýttir. Þegar sást orðið til lands með skipulag og fjármögnun og tekist hafði að fá framúrskarandi verktaka í málið þá tók framkvæmdin sjálf einungis 11 mánuði. Sveitarstjórn ályktaði um það á fundi sínum í vikunni að verkefnið hafi heppnast afar vel og að tekist hafi að bæta búsetuskilyrði í sveitarfélaginu svo um munar. Það er gleðilegt og ekki spillir fyrir að íbúar Rangárþings ytra eiga þessa verðmætu fjárfestingu sjálfir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s