Síðasti bærinn tengdur

Hvammur_tengdur_3

Það var kátt yfir ýtustjóranum okkar, Haraldi Magnússyni, þegar hann renndi með ljósleiðarann í hlaðið á Hvammi á Landi. Með því er þessu mikla og mikilvæga verkefni lokið en það hófst þann 26. september í fyrra þegar haldið var af stað frá Næfurholti á Rangárvöllum. Verkið hefur gengið frábærlega vel enda valinn maður í hverju rúmi. Halli sá ástæðu til að opna eina „Pepsi Max“ í tilefni dagsins.