Áfangar 10 og 12

Þjónustuveitum hefur verið sendur listi yfir þau hús sem tilheyra áföngum 10 og 12. Þar með eiga þjónustuveitur að hafa upplýsingar um alla tengda staði sem tilheyra ljósleiðarakerfi Rangárljóss.
Ef misbrestur er á því að þjónustuveitur kannist við að hafa upplýsingar um tiltekin hús innan kerfisins þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir ljósleiðara, nú eða ef frágangur á ljósleiðara er ekki lokið á tilteknum tengistöðum biðjum við viðkomandi að hafa samband, annað hvort í síma 863 4106 (Guðmundur) eða með tölvupósti á netfangið gudmundur@snerra.com .