Áfangar 10. 11 og 12

Þjónustuveitum hefur verið sendur listi yfir tengistaði í áfanga 11. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að þeir sem tilheyra þeim áfanga geti pantað sér fjarskiptaþjónustu. Einnig hefur okkur borist skilaboð frá verktakanum okkar að áfangar 10 og 12 verði klárir á næstu dögum. Við vonum svo sannarlega að þessum tveimur áföngum verði skilað til okkar fyrir helgina og margt sem bendir til þess. Íbúar innan þessa áfanga geta því búið sig undir það að panta sér þjónustu og í framhaldi fá heimsókn frá fulltrúa þeirrar þjónustuveitu sem varð fyrir valinu hjá hverjum og einum.