Tengingar í áfanga 9

Eigendur tengistaða í áfanga 9 geta nú pantað sé fjarskiptaþjónustu. Verktakar okkar hafa nú lagfært þá ljósleiðaraþræði sem reyndust undir okkar gæðaviðmiðum og tilheyra áfanga 9. Þjónustuveitur hafa því móttekið staðfestan lista yfir tengistaði sem tilheyra áfanganum.   Til upprifjunar afmarkast áfangi 9 af Borg í austur og Háfi í vestur. Þar með er öllum áföngum vestan Ytri-Rangá lokið að ógleymdum fyrsta áfanga verkefnisins sem náði frá Næfurholti að Geldingalæk. Mælingar úr áfanga 11 berast okkur á allra næstu dögum. Íbúar á því svæði, sem tilheyra áfanga 11, geta því undirbúið sig undir það að panta sér fjarskiptaþjónustu.