Áfangi 8 tilbúinn

Í gær var þjónustuveitum sendur staðfestur listi yfir tengistaði sem tilheyra áfanga 8. Áfangi átt nær frá Hellu, um Ægissíðu og að Þykkvabæ.  Heimili og aðrir tengistaðir á þessari leið geta því pantað sér fjarskiptaþjónustu.  Búið er að framkvæma mælingar á ljósleiðaraþráðum í áfanga 9.  Nokkrar samsetningar á ljósþráðum reyndust ekki innan þeirra gæðaviðmiða sem við gerum og því þarf að laga þær.  Unnið er nú hörðum höndum að lagfæringum og ef fram fer sem horfir verður áfangi 9 tilbúinn til tenginga síðar í þessari viku.

Ef allt gengur eftir skilar verktakinn okkur mælingum fyrir áfanga 10, 11 og 12 fyrir lok næstu viku. Við uppfærum upplýsingar hér á síðunni jafnharðan.