Síðasta tengitunnan teiknuð

Nú upplifum við síðustu handtök verksins. Ólíkar aðgerðir sem þó eiga það sameiginleg að vera nauðsynleg skref að settu marki taka nú enda.  Í dag var til dæmis síðasta tengimyndin fullklárið.  Það eru tæplega hundrað og sjötíu tengitunnur í ljósleiðarakerfinu. Tengitunna er einskonar hólkur þar sem ljósleiðarastrengir mætast og eru settir saman.  Eigendur sumarhúsa hafa ekki farið varhluta af umræðu um tengitunnur enda eru þær einmitt staðsettar þar sem heimtaugar taka við af stofnkerfinu.

Hverri og einni tengitunnu tilheyrir tengimynd þar sem skilmerkilega er skráð hvernig hinir fjölmörgu ljósleiðaraþræðir tengjast saman og mynda að lokum kerfi sem við ætlumst til að virki hjá öllum. Fyrir þá sem hafa gaman að tölfræði má geta þess að í 632 spriklandi ljósleiðaraþræðir koma sama í þeirri tengitunnu þar sem flestir ljósleiðaraþræðir mætast.   Tengitunna er á stærð við stóra kaffikönnu (svona pressukönnu eins og flestir þekkja).  Það má því lítið út af bregða í samtengingum á þráðunum.  Verktakarnir okkar sjá til þess og hafa staðið sig með stakri prýði.

Talandi um verktakana okkar. Þá vinna þeir nú hörðum höndum að því að blása strengjum og tengja notendur. Jarðvinna í verkefninu er á lokametrum og við hlökkum til að upplýsa ykkur um næstu áfanga sem verða tilbúnir til þess að panta þjónustu, vonandi á allra næstu dögum. Eins og áður hefur komið fram búum við okkur undir það að áfangi 11 verði næst tilbúinn.