Áfangar 6 og 7 – Hagahringurinn

selalaekurFyrr í dag var þjónustuveitum sendur listi yfir tengistaði í áfanga 6 og 7, sem er Hagahringurinn. Verktakarnir okkar eru að leggja lokahönd á áfangana og því ekkert því til fyrirstöðu hjá íbúum sem tilheyra áföngum 6 og 7  að panta sér þjónustu.   Þar með eru áfangar  1,2,3,4,5,6 og 7 í verkefninu tilbúnir og innan þeirra eru 224 heimili, fyrirtæki og sumarhús sem nú eru tengd ljósleiðarakerfi Rangárljóss. Við skríðum þar með inn á síðari helming áfanganna 12 sem verkefnið samanstendur af. Þar með er þó ekki öll sagan sögð.  Jarðvinna í áföngum 8 og 9 er lokið að mestu leiti. Innan áfanga 8 og 9 er m.a. Ægissíða, Bjóla ásamt Þykkvabænum að Háfi.  Blástur á ljósleiðarastrengum er að hefjast í þessum áföngum og í framhaldi frágangur á heimilum í áfanga 8 og 9.  Jarðvinna í áfanga 11 skreið af stað í síðustu viku. Til að rifja upp hvar áfangi 11 liggur má nefna Selalæk, Lambhaga, Oddhól og Odda, Sólvelli að ógleymdum Bakkabæjunum.