Verkfundur 10

ror_ljosFram kom á verkfundi sem haldinn var miðvikudaginn 22. mars að framgangur jarðvinnu er skv. verkáætlun. Jarðvinnu við áfanga 6/7 er lokið og jarðvinna hafin við áfanga 8/9 og er miðað við að henni ljúki í viku 14, þ.e. fyrir páska. Blástur strengja í áfanga 6/7 er á lokastigi, nokkuð á undan áætlun og hefjast tengingar næstu daga. Stefnt er að því að áföngum 6/7 verði lokið að fullu fyrir páska. Næst verður tekinn fyrir áfangi 11 en þar eru neðanverðir Rangárvellir, Oddahverfið og Bakkabæir. Á fundinum kom fram að verktökum hefur tekist að halda áætlun nánast alveg og þótt velvild veðurguða í garð verkefnisins hafi verið mikil í vetur þá eiga verktakar okkar sannarlega hrós skilið fyrir góða frammistöðu við verklegar framkvæmdir. Næsti verkfundur er áætlaður 5. apríl.