Áfangar 8 og 9 að hefjast

spad_i_spilin_thykkvabaeNú er að hefjast vinna við áfanga 8 og 9 sem er frá Hellu og niður í Þykkvabæ og Þykkvibærinn sjálfur. Upplýsingafundur var haldinn í Íþróttahúsinu í kvöld þar sem farið var yfir málin, skoðaðar lagnaleiðir og farið yfir væntanlega framkvæmd. Guðmundur verkefnisstjóri skýrði einnig út verkefnið í heild sinni og sat fyrir svörum ásamt með Sævari eftirlitsmanni, Ólafi verktaka, Ágústi sveitarstjóra og Bjarna Jóni vatnsveitustjóra. Mikilvægt er að fara vel yfir legu vatnslagna með staðkunnugu heimafólki til að lágmarka hættu á að rjúfa slíkar lagnir fyrir slysni. Margar góðar ábendingar komu fram sem munu nýtast vel og liðka fyrir að verkið gangi hratt og örugglega fyrir sig. Fólk er minnt á að hafa endilega samband við starfsmenn verkefnisins með spurningar og hvaðeina sem að gagni getur komið. Upplýsingar um símanúmer og tölvupósta má finna hér á síðunni undir  Starfsmenn.