Fyrstu tengingarnar komnar á

ljos1

Ljósið farið að virka í Fagurhól

ljos2Heimilin í áfanga 1 tengjast nú hvert af öðru. Fyrstu húsin tengdust í gær og það var tekið á móti tæknimönnum frá TRS með pompi og prakt og jafnvel rjómapönnukökum í tilefni dagsins. Það voru húsráðendur í Fagurhól sem riðu á vaðið og voru fyrst til að tengjast. „Allt virkar eins og það á að gera og internet og sjónvarpsefni berst nú með ljóshraða – þvílík framför“ segir Bjarnleifur bóndi og er ánægður með þennan mikilvæga áfanga í að bæta búsetugæði í sveitarfélaginu.

 

Verkefni Rangárljóss gengur líka á góðum hraða og er nú unnið af krafti við jarðvinnu og íblástur næstu áfanga. Næsti verkfundur hjá Rangárljósi er áætlaður á miðvikdaginn 22. febrúar þ.e. í næstu viku. Eins og venja er þá verður fundargerðin birt hér á síðunni í kjölfarið til upplýsingar.