Áhugi á opnu húsi

Góð mæting var á opið hús hjá netþjónustuveitum á Laugalandi í morgun. Það voru Síminn, Vodafone, Ábótinn/Símafélagið og Gagnaveita Suðurlands sem kynntu framboð sitt um hinn nýja ljósleiðara Rangárljóss í Rangárþingi ytra. Íbúar kynntu sér framboðið og báru saman verð og annað en nú styttist í að fyrstu tengingar verði virkar. Reikna má með að aftur verði boðað til opins húss seinna í vetur eftir því sem verkinu vindur fram.

opidhus_1.JPG

opidhus_2

opidhus_4opidhus_5

opidhus_3