Spurt og svarað

lagning-ljos-24Búið er að bæta mikið við síðuna „Spurt og svarað“ nú í aðdraganda fundar með þjónustuveitum á laugardaginn kemur – þann 10 des. – á Laugalandi. Þarna eru svör við spurningum sem við höfum fengið undanfarna daga um m.a. Hvað er þjónustuveita? Hvað gerist eftir að ljósleiðarinn er kominn til mín ? Ljósleiðarinn er tilbúinn heima hjá mér en ekki tilbúinn til notkunar. Af hverju ? Hvernig panta ég þjónustu um ljósleiðarann ? ………..Mér finnst þetta alger frumskógur, hvað á ég að gera? Hvað líður langur tími frá því ég panta þjónustu þar til ég get byrjað að nota ljósleiðarann ? Hver sér um innanhúslagnir inni hjá mér ? Hvaða innanhúslagnir þarf að leggja ?  Skiptir máli við hvaða þjónustuveitu ég vel að versla ? Er flókið að skipta frá einni þjónustuveitu til annarrar ? Kíkið á „Spurt og svarað“ …þar leynast svör við þessum spurningum og mörgum fleiri.