Plægt af stað frá Heklubæjum

lagning-ljos-2Það var glampandi sól og blíða í dag þegar Ólafur og félagar í Þjótanda plægðu af stað frá Næfurholti við Heklurætur með ýtuna hlaðna gulum keflum og hófu þar með verklegar framkvæmdir við ljósleiðarvæðingu Rangárþings ytra. Viðstaddir voru stoltir fulltrúar sveitarstjórnar Rangárþings ytra þau Þorgils Torfi Jónsson oddviti, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir sveitarstjórnarmaður og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri. Ýtan tölti síðan létt í spori að nágrannabænum Hólum og þannig mun það ganga koll af kolli næstu mánuðina þar til allir bæir í sveitarfélaginu hafa verið tengdir.

Ólafur Þjótandaforstjóri tók sveitarstjórnarmenn síðan á örnámskeið í ýtuakstri áður en þeir fengu að plægja niður nokkra metra hver í tilefni dagsins. Sævar eftirlitsmaður fylgdist með að rétt væri plægt!

lagning-ljos-19

lagning-ljos-11

Lagning ljós-16.jpg

lagning-ljos-9

lagning-ljos-21

f.v. Sævar Eiríksson, Guðjón Jóhannsson, Ólafur Einarsson, Þorgils Torfi Jónsson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Ágúst Sigurðsson.