Tilboð opnuð

Tilboð í lagningu ljósðleiðarans voru opnuð þann 19. ágúst sl. á skrifstofu Verkís á Selfossi að viðstöddum fulltrúum sveitarfélagsins og fulltrúm tilboðsgjafa.  Eftirfarandi tilboð bárust í verkið “ Ljósleiðari Rangárþingi ytra“:
· Grafan ehf. 471.449.995 kr.
· Þjótandi ehf. 306.000.000 kr.
· IJ Landstak ehf. 586.578.100 kr.
· IJ Landstak ehf. frávikstilboð 429.567.600 kr.
· Gámaþjónusta Vestfjarða 425.708.240 kr.

Kostnaðaráætlun var 263.995.000 kr. og er lægsta tilboð því 16% yfir áætlun.

Þá liggja endanleg tilboð frá efnisbirgjum einnig fyrir. Niðurstaða verðtilboða frá efnisbirgjum eru hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir eða um 19% undir áætlun.

Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 24. ágúst að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda að öllum lögformlegum skilyrðum uppfylltum. Jafnframt því að ganga til samninga um besta tilboð í allt efni til verksins.